Félags- og tilfinningafærni íslenskra nemenda samkvæmt PISA 2022
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.5Lykilorð:
PISA 2022, félags- og tilfinningafærni, ungmenni, námsárangur, persónueiginleikarÚtdráttur
Í PISA-könnuninni 2022 var í fyrsta sinn lögð fyrir heildstæð mæling á félags- og tilfinningafærni nemenda en könnunin beindi sjónum að sjö persónueiginleikum: þrautseigju, streituþoli, skörungsskap, tilfinningastjórnun, forvitni, samkennd og samvinnu. Í rannsókninni var leitað eftir mati 15 ára ungmenna á Íslandi á ýmsum félags- og tilfinningafærniþáttum, hvort fram kæmi kynjamunur og hvort finna mætti tengsl slíkrar færni við námsárangur í stærðfræði, lestri og náttúruvísindum. Niðurstöður sýndu að íslenskir nemendur mældust yfir meðaltali OECD-landanna í þrautseigju, streituþoli, tilfinningastjórnun og skörungsskap en undir meðaltali í forvitni, samkennd og samvinnu. Kynjamunur kom helst fram í streituþoli og tilfinningastjórnun sem var nokkuð meira hjá drengjum og samkennd sem var nokkuð meiri hjá stúlkum. Í ljós komu jákvæð en fremur veik tengsl félags- og tilfinningafærni nemendanna, einkum þrautseigju og forvitni, við námsárangur í stærðfræði, lestri og náttúruvísindum. Tengslin voru meiri hér á landi en í hinum OECD-löndunum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Ragný Þóra Guðjohnsen, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Unnur Guðnadóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.