Stuðningur og þátttaka foreldra skiptir máli fyrir nám og líðan unglinga

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.4

Lykilorð:

þátttaka foreldra, PISA 2022, nám, líðan, unglingar, grunnskóli

Útdráttur

Íslenska menntakerfið einkennist af seiglu í vellíðan barna og jöfnuði samkvæmt PISA-rannsókninni 2022. Hún sýndi einnig að í OECD-ríkjunum voru þeir nemendur líklegri til að fá háa prófseinkunn sem voru í góðum tengslum við fjölskyldu sína. Á milli PISA-prófa 2018 og 2022 dró verulega úr foreldraþátttöku yfirleitt. Þessi rannsókn beindist að þátttöku foreldra á Íslandi í námi barna sinna samanborið við hin Norðurlöndin, annars vegar að mati skólastjórnenda en hins vegar að mati 10. bekkinga sem tóku PISA-prófin. Niðurstöður sýndu að skólastjórnendur töldu kennara hafa mun oftar frumkvæði að samskiptum en foreldra og oftar varðandi framfarir í námi barna en hegðun þeirra. Þátttaka foreldra mætti vera töluvert meiri í námi barna sinna en þeir ræða helst um framtíðarmenntun þeirra. Það er áhyggjuefni að einn af hverjum tíu unglingum nýtur hvorki athygli né stuðnings foreldra eða fjölskyldu, samkvæmt svörum nemenda.

Um höfund (biography)

  • Kristín Jónsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Kristín Jónsdóttir (kjons@hi.is) er kennslukona og starfar sem dósent í kennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaráhugi hennar beinist einkum að tengslum heimila og skóla, þátttöku foreldra í námi barna sinna, þróun kennaramenntunar og stefnumótun. Kristín leiðir Fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu, samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hún tekur þátt í rannsóknarverkefninu Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun.

Niðurhal

Útgefið

2025-06-25