Trú nemenda á eigin getu og frammistaða í stærðfræðilæsi PISA 2022

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.3

Lykilorð:

trú á eigin getu, stærðfræðilæsi, stærðfræðikvíði, stuðningur kennara, PISA 2022

Útdráttur

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að trú nemenda á eigin getu í stærðfræði hefur veruleg jákvæð tengsl við námsárangur. Í þessari rannsókn var kannað hver tengsl trúar á eigin getu, stærðfræðikvíða og stuðnings kennara voru við frammistöðu íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi PISA 2022. Lagt var mat á hvernig trú nemenda á eigin getu í stærðfræði spáði fyrir um frammistöðu þeirra í stærðfræðilæsi, sem og hvernig stærðfræðikvíði og stuðningur kennara tengdist þessu. Niðurstöður sýna að trú á eigin getu í stærðfræði hafði jákvæð og marktæk tengsl við frammistöðu nemenda í PISA en stærðfræðikvíði hafði neikvæð tengsl við bæði trú á eigin getu og frammistöðu. Stuðningur kennara hafði aðeins veik jákvæð tengsl við frammistöðu og bætti litlu við að teknu tilliti til trúar á eigin getu og stærðfræðikvíða. Niðurstöðurnar varpa ljósi á mikilvægi þess að leita leiða í umhverfi nemenda til að styrkja trú þeirra á eigin getu og efla þannig árangur þeirra í stærðfræði.

Um höfund (biographies)

  • Berglind Gísladóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Berglind Gísladóttir (berglindg@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 2002, M.Ed.-gráðu í stærðfræðimenntun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og doktorsprófi í stærðfræðimenntun frá Columbia-háskóla í New York árið 2013. Rannsóknaráhugi Berglindar beinist að námslegum og félagslegum þáttum sem hafa áhrif á námsárangur nemenda. Einnig beinist áhuginn að kennaramenntun, fagþekkingu kennara, gæðum kennslu og þróun skólastarfs

  • Jóhann Örn Sigurjónsson, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

    Jóhann Örn Sigurjónsson (johannorn@midstodmenntunar.is) er nýdoktor og sérfræðingur í stærðfræðimenntun við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Hann lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2023 og hefur þaðan einnig menntun á sviði faggreinakennslu og tölvunarfræði. Rannsóknarsvið hans beinist að þróun stærðfræðikennslu, notkun námsefnis og gæðaþáttum í kennslu á borð við hugræna virkjun og stuðning við nám.

  • Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, Mennta- og barnamálaráðuneytið

    Guðmundur Bjarki Þorgrímsson (gudmundurb@mrn.is) er sérfræðingur alþjóðlegra rannsókna hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og verkefnisstjóri PISA 2022. Hann lauk doktorsprófi í þroskasálfræði frá Radboud University árið 2016.

  • Freyja Hreinsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Freyja Hreinsdóttir (freyjah@hi.is) er prófessor í stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 1986, MS-prófi í stærðfræði frá Northwestern University árið 1988 og doktorsprófi í stærðfræði frá Stokkhólmsháskóla árið 1997. Helstu áhugasvið hennar eru víxlin algebra og stærðfræðimenntun, einkum notkun hugbúnaðar við nám og kennslu í stærðfræði og starfsþróun kennara. Hún hefur unnið að þýðingu frjálsa hugbúnaðarins GeoGebru.

Niðurhal

Útgefið

2025-06-25