Trú nemenda á eigin getu og frammistaða í stærðfræðilæsi PISA 2022
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.3Lykilorð:
trú á eigin getu, stærðfræðilæsi, stærðfræðikvíði, stuðningur kennara, PISA 2022Útdráttur
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að trú nemenda á eigin getu í stærðfræði hefur veruleg jákvæð tengsl við námsárangur. Í þessari rannsókn var kannað hver tengsl trúar á eigin getu, stærðfræðikvíða og stuðnings kennara voru við frammistöðu íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi PISA 2022. Lagt var mat á hvernig trú nemenda á eigin getu í stærðfræði spáði fyrir um frammistöðu þeirra í stærðfræðilæsi, sem og hvernig stærðfræðikvíði og stuðningur kennara tengdist þessu. Niðurstöður sýna að trú á eigin getu í stærðfræði hafði jákvæð og marktæk tengsl við frammistöðu nemenda í PISA en stærðfræðikvíði hafði neikvæð tengsl við bæði trú á eigin getu og frammistöðu. Stuðningur kennara hafði aðeins veik jákvæð tengsl við frammistöðu og bætti litlu við að teknu tilliti til trúar á eigin getu og stærðfræðikvíða. Niðurstöðurnar varpa ljósi á mikilvægi þess að leita leiða í umhverfi nemenda til að styrkja trú þeirra á eigin getu og efla þannig árangur þeirra í stærðfræði.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Berglind Gísladóttir, Jóhann Örn Sigurjónsson, Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, Freyja Hreinsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.