Gildi listmenntunar á Íslandi með hliðsjón af niðurstöðum PISA, þriðji hluti: skapandi hugsun
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.2Lykilorð:
skapandi hugsun, listir, listkennsla, sköpun, leiklist, tónmenntÚtdráttur
Greinin fjallar um gildi listmenntunar á Íslandi með hliðsjón af niðurstöðum PISA um skapandi hugsun. Markmið hennar er að greina og draga saman helstu niðurstöður könnunarinnar um skapandi hugsun og setja þær í samhengi við rannsóknir á mikilvægi listmenntunar og aðstæður í íslensku skólastarfi. Jafnframt er fjallað um niðurstöður PISA-könnunarinnar frá 2022, þar sem skólastjórnendur svöruðu spurningum um hindranir fyrir skapandi skólastarfi, með það að markmiði að varpa ljósi á áskoranir og tækifæri innan menntakerfisins. Niðurstöður PISA sýna að í heild var frammistaða íslenskra nemenda í skapandi hugsun undir meðaltali OECD-ríkja. Styrkleiki íslensku nemendanna er hins vegar færni í að koma með frumlegar hugmyndir eða lausnir og stóðu þeir sig þar álíka vel og jafnaldrar þeirra í ríkjum OECD. Annar styrkleiki íslenskra nemenda er færni í að skrifa sögur eða vinna með söguhugmyndir og þar var frammistaða einnig áþekk meðaltali OECD-ríkja. Nemendur sýndu hlutfallslega talsvert betri frammistöðu í þessum verkefnum en í þeim sem snerust um myndræna hönnun eða lausnaleit. Því má draga þá ályktun að í íslensku skólastarfi sé lögð áhersla á skapandi kennsluhætti og að nemendur séu hvattir til að nálgast lausn verkefna með frumlegum og skapandi hætti.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Rannveig Björk Þorkelsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.