Gildi listmenntunar á Íslandi með hliðsjón af niðurstöðum PISA, þriðji hluti: skapandi hugsun

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.2

Lykilorð:

skapandi hugsun, listir, listkennsla, sköpun, leiklist, tónmennt

Útdráttur

Greinin fjallar um gildi listmenntunar á Íslandi með hliðsjón af niðurstöðum PISA um skapandi hugsun. Markmið hennar er að greina og draga saman helstu niðurstöður könnunarinnar um skapandi hugsun og setja þær í samhengi við rannsóknir á mikilvægi listmenntunar og aðstæður í íslensku skólastarfi. Jafnframt er fjallað um niðurstöður PISA-könnunarinnar frá 2022, þar sem skólastjórnendur svöruðu spurningum um hindranir fyrir skapandi skólastarfi, með það að markmiði að varpa ljósi á áskoranir og tækifæri innan menntakerfisins. Niðurstöður PISA sýna að í heild var frammistaða íslenskra nemenda í skapandi hugsun undir meðaltali OECD-ríkja. Styrkleiki íslensku nemendanna er hins vegar færni í að koma með frumlegar hugmyndir eða lausnir og stóðu þeir sig þar álíka vel og jafnaldrar þeirra í ríkjum OECD. Annar styrkleiki íslenskra nemenda er færni í að skrifa sögur eða vinna með söguhugmyndir og þar var frammistaða einnig áþekk meðaltali OECD-ríkja. Nemendur sýndu hlutfallslega talsvert betri frammistöðu í þessum verkefnum en í þeim sem snerust um myndræna hönnun eða lausnaleit. Því má draga þá ályktun að í íslensku skólastarfi sé lögð áhersla á skapandi kennsluhætti og að nemendur séu hvattir til að nálgast lausn verkefna með frumlegum og skapandi hætti.

Um höfund (biographies)

  • Rannveig Björk Þorkelsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Rannveig Björk Þorkelsdóttir (rbth@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá kennaradeild Norska tækni- og vísindaháskólans (NTNU) í Þrándheimi 2016. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á leiklist í skólastarfi og starfsþróun leiklistarkennarans. Rannsóknasvið hennar tengist meðal annars kennsluleikhúsi, listkennslu og sköpun.

  • Jóna Guðrún Jónsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Jóna Guðrún Jónsdóttir (jonag@hi.is) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk kennsluréttindanámi frá HÍ árið 2005 og meistaragráðu í kennslu listgreina 2020. Jóna Guðrún hefur um 20 ára kennslureynslu á öllum skólastigum. Hún hefur sérhæft sig í leiklistarkennslu og áhrifum leiklistar í tengslum við nám barna. Rannsóknasvið hennar tengist meðal annars listkennslu, fjölmenningu og leiklist

Niðurhal

Útgefið

2025-06-25