Slakur lesskilningur heftir skilning á samfélagslegri umræðu: mat á núverandi stöðu og leiðir til úrbóta
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.1Lykilorð:
lestrarkennsla, lesfimi, lesskilningur, námsorðaforði, læsiseflandi skólastarfÚtdráttur
Þessari grein er ætlað að draga fram með skýrum hætti hvernig íslenskt menntakerfi getur brugðist við hnignandi frammistöðu nemenda í lesskilningshluta PISA og undirbúið þá betur fyrir áframhaldandi nám og virka þátttöku í samfélaginu. Færð eru rök fyrir því að tækifæri til framfara liggja í skólastarfi, með aukinni áherslu á vandaða og markvissa lestrarkennslu og læsiseflandi viðfangsefni með vel völdum námsorðaforða, sem leiðir til djúps lesskilnings nemenda. Slíkur djúpur skilningur krefst færni í að finna upplýsingar í margs konar textum um áhugaverð samfélagsleg álitamál, greina, álykta, meta og taka afstöðu í rökræðum og rituðu máli. Hreyfiafl til framfara liggur hjá menntayfirvöldum sem þurfa að tryggja að kennarar fái fræðslu, stuðning og aðstæður til að veita öllum börnum og ungmennum mál- og læsiseflandi skólastarf
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Sigríður Ólafsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.