Starfsmannavelta meðal kennara í grunnskólum árin 1998 til 2020
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2024.6Lykilorð:
starfsmannavelta, kennaraskortur, grunnskólar, grunnskólakennararÚtdráttur
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna starfsmannaveltu grunnskólakennara en bæði var verið að kanna hvenær kennarar hættu störfum og í hvaða mæli þeir flyttu sig milli skóla og svæða. Notuð voru gögn frá Hagstofu Íslands sem ná yfir tímabilið 1998 til 2020. Áhyggjur af kennaraskorti í grunnskólum hér á landi eru ekki nýjar af nálinni. Bæði veldur áhyggjum að ekki brautskrást nægilega margir kennarar á ári, að þeir sem brautskrást skili sér ekki til kennslu og margir starfandi kennarar hverfi frá störfum. Erlendar rannsóknir sýna að mikil starfsmannavelta í skólum hefur neikvæð áhrif á skólastarf og að starfsmannavelta meðal kennara er víða mikil, en mismunandi eftir löndum og landsvæðum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að um 7,5% þeirra sem voru við störf árin 1998 til 2018 voru ekki við störf árið eftir. Þessi tala var lægri, eða 6,3%, 2009 til 2013, árin eftir efnahagshrunið 2008, en rannsóknir sýna að á landsvæðum þar sem efnahagsástand er lakara gengur mönnun skóla betur en á svæðum þar sem hagsæld er meiri. Athygli vakti hve meðalaldur þeirra sem koma nýir til starfa er hár en það endurspeglar háan meðalaldur kennaranema og þá sérstaklega þess stóra hóps sem er í fjarnámi. Einnig virðast stórir hópar hverfa úr starfi löngu fyrir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Kennarar eru ekki mikið að færa sig á milli skóla eða svæða en athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra staldrar stutt við í starfi. Starfsmannavelta meðal kennara í litlum skólum er þó meiri en í stærri skólum. Niðurstöðurnar benda til þess að vandi við mönnun kennarastéttarinnar sé margþættur, bæði þarf nýliðun að vera meiri en einnig þarf að gera starfið og starfsaðstæður áhugavert og aðlaðandi þannig að kennarar haldist í starfi.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).