Marcadores de prestigio lingüístico en el contexto de diglosia entre el ladino y el hebreo actuales en Israel: una aproximación desde la sociolingüística cualitativa
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.17.2.5Lykilorð:
Gyðingaspænska (sefardíska), Málfræðileg álit, Tvítyngi, Matched Guise technique, ÞjóðernismállýskaÚtdráttur
Þessi rannsókn skoðar tungumálaafstöðu (linguistic attitudes) ladinomælandi einstaklinga til tungumálsins og til hebresku í aðstæðum þar sem um er að ræða tvítyngi (diglossia) í Ísrael. Eins eru skoðuð einkenni þess hversu hátt undir höfði hvoru máli er gert fyrir sig í samhengi við hversu mikið tungumálaafstaða stjórnar notkun og vali. Með það að markmiði voru valdir tvítyngdir einstaklingar úr litlu þýði ladino mælandi fólks til þátttöku í mati á tungumálaafstöðu þar sem notuð aðferðin „matched guise“ sem er félagsmálfræðileg greiningaraðferð. Þegar viðmælendur höfðu ómeðvitað sýnt fram á hvort þeim líkaði betur við ladino eða hebresku með því að tengja óþekkta málhafa hvors tungumáls við ákveðna eiginleika eins og tjáskiptahæfni, samkennd og vitsmunafærni, voru þeir spurðir um ástæður eða hvata að baki mati sínu; að hluta með hliðsjón af sjónarhorni félagslegra málvísinda. Rannsóknin leiddi í ljós tvo virðingarþætti tungumáls (linguistic prestige); annan málfræðilegan og hinn utanmálfræðilegan (extralinguistic). Einnig er fjallað um áhrif þjóðernis á tungumálaafstöðu viðmælenda til ladino og hugtakið þjóðernismállýska (ethnolect) er kynnt með greinandi aðferð.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Juan David Hernandez Rodriguez

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).