Voces amerindias prehispanas en la Geographia Historica Orientalis de Hans Hansen Skonning

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.2.4

Lykilorð:

tökuorð, indíánamál Spænsku Ameríku, Geographia Historica Orientalis

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um orð úr tungumálum innfæddra í Nýja heiminum sem koma fyrir í verki Hans Hansen Skonning, prentara og hringjara í Árósum á 17. öld. Bók hans kom út í Árósum árið 1641. Íslensk þýðing frá 1676 er varðveitt í handriti í Handritasafni Konunglegu bókhlöðunnar í Kaupmannahöfn og nokkrir kaflar úr bók Hansen Skonnings eru varðveittir í nokkrum handritum á Íslandi, m.a. í handriti titlað Ein ágæt, nytsöm, fróðleg, lystileg, skemmtirík og artug bók... (1660–[80?]) eftir Magnús Jónsson með safnamarkið JS 46 4°.

Í nokkrum köflum bókarinnar þar sem fjallað er um landafundina í Ameríku og hefðir og trúarbrögð innfæddra koma fyrir orð og heiti úr tungumálum þeirra. 54 orð mynda gagnagrunninn sem var skoðaður. Flest orðanna eru úr quechua, tungumáli Inka í Perú og nærliggjandi löndum. Þá eru orð m.a. úr tungumáli Asteka í Mexíkó og innfæddra á Stóru og Litlu Antillaeyjum í Karíbahafi. Nokkur orðanna sem fjallað er um hafa verið tekin upp í mörg tungumál heims, til að mynda kakó og maís.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 85

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.