Frá ritstjórum

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.2.1

Útdráttur

Fjórða árið í röð koma út tvö hefti ritsins Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu, og líkt og undanfarin ár koma bæði hefti ársins út í desember. Sérhefti ársins er helgað orðasambandafræði (fraseólogíu), og gestaritstjórar þess eru Erla Erlendsdóttir og Oddný Guðrún Sverrisdóttir. Sérhefti næsta árs mun fjalla um leikritaþýðingar, með Ásdísi Rósu Magnúsdóttur og Guðrúnu Kristinsdóttur sem gestaritstjóra. Um leikritaþýðingar var fjallað á málþingi sem haldið var 1. desember síðastliðinn, og er líklegt að afrakstur þess málþings birtist að einhverju eða verulegu leyti í sérhefti næsta árs.

Heftið sem hér birtist er annað hefti 17. árgangs ritsins og einkennist, að venju, af fjölbreyttu efnisvali. Í heftinu eru birtar fjórar ritrýndar greinar sem fjalla annars vegar um þýðingar, hins vegar um að tala með hreim, orðaforða sem á sér uppruna í frumbyggjamálum, og tungumálið ladino og sambúð þess við hebresku. Auk þess eru birtar þýðingar úr frönsku og spænsku á íslensku, ein þýðing úr íslensku á spænsku, sem og umsögn um þýðingu ljóða úr fornsænsku yfir á finnsku.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Tölublað

Kafli

Frá ritstjórum