Ritháttur og eðli þýðinga: Saga þýðinga í Japan

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.2.2

Lykilorð:

þýðingar, þýðingasaga, rithættir, japanska, vestræn hugtök

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um japönsku, þrjá rithætti hennar og skyldleika við önnur tungumál. Farið er yfir sögu þýðinga í Japan og hvernig þýtt var úr kínversku með aðferð sem kallast kanbun kundoku, en sú aðferð telst ekki til þýðinga í vestrænum nútímaskilningi. Þá er tekið fyrir hvernig viðhorf Japana til þýðinga breyttist með tilkomu þýðinga úr Evrópumálum sem nota stafróf, en það var ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar sem umræður um þýðingar, merkingar orða og þýðingaraðferðir urðu til í Japan. Japanskir þýðendur töldu best að þýða orðrétt þar til eftir seinni heimsstyrjöld og það var ekki fyrr en um aldamótin 2000 sem þýðendur fóru fyrir alvöru að rannsaka og leggja áherslu á mikilvægi þýðinga í japönskum bókmenntum. Á grundvelli þessa er sýnt fram á að ritháttur tungumála getur haft mikil áhrif á hvernig þýðingarhefðir þróast og hvort þýðingar, eins og þær eru skilgreindar á Vesturlöndum, verði yfirhöfuð til. Einnig eru settar fram vangaveltur um hvort vestræna skilgreiningin á „þýðingu“ sé mögulega of þröng til þess að geta átt við um þýðingarhefðir í öðrum menningarheimum.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 53

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.