Sól og sandur: Ferðir Íslendinga til Kanaríeyja

Höfundar

  • Kristín Loftsdóttir
  • Auður Arna Arnardóttir
  • Már Wolfgang Mixa
  • Guðbjörg Guðjónsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2021.18.1.3

Lykilorð:

Sólarlandaferðir, áfangastaður, Kanaríeyjar, hreyfanleiki.

Útdráttur

Rannsóknir á ferðamennsku til Íslands hafa verið í uppgangi síðastliðin ár, en verulega skortir á rannsóknir á utanlandsferðum Íslendinga. Hvort tveggja er þó hluti af þeim hnattræna veruleika sem Ísland er hluti af og vettvangur margvíslegra efnahagslegra gjörninga. Greinin fjallar um ferðir Íslendinga til Kanaríeyja og spyr hvað einkennir ferðir Íslendinga til Kanaríeyja síðasta áratuginn og hverskonar áfangastaður Kanaríeyjar er fyrir Íslendinga. Greiningin styðst við megindleg gögn, þ.e. niðurstöður spurningakönnunnar og greiningu á fyrirliggjandi gögnum frá Hagstofu Kanaríeyja og Ferðamálastofu Íslands. Rannsóknir erlendis endurspegla að spænsk yfirvöld hafa reynt að leggja áherslu á að Kanaríeyjar hafi upp á meira að bjóða en eingöngu sólarlandaferðir. Jafnframt sýna erlendar rannsóknir að mörk milli þeirra sem eru ferðamenn, aðfluttir, eða sem vinna á eyjunum eru oft óljós og flæðandi. Greining megindlegra gagna fyrir greinina sýnir að Kanaríeyjar hafa haft vaxandi mikilvægi sem áfangastaður fyrir ferðalanga frá Íslandi síðasta áratug og þá sérstaklega eyjan Tenerife. Aðdráttarafl Kanaríeyja sem áfangastaðar virðist út frá niðurstöðum könnunarinnar fyrst og fremst vera í tengslum við veðurfar eyjanna og afþreyingu, en bent er jafnframt á að rétt eins og annarstaðar getur hreyfanleiki til eyjanna falið í sér flæðandi hópa þar sem mörk ferðamanna, aðfluttra, eða vinnandi eru ekki alltaf skýr.

Um höfund (biographies)

  • Kristín Loftsdóttir
    Prófessor við Háskóla Íslands.
  • Auður Arna Arnardóttir
    Dósent í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
  • Már Wolfgang Mixa
    Lektor í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
  • Guðbjörg Guðjónsdóttir
    Verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

25.08.2021

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar