Um tímaritið

Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði. Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Í ritnefnd sitja fulltrúar allra aðila ásamt ritstjóra. ISSN nr. vefútgáfu er 1670-4851.

Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er gefið út tvisvar á ári, um miðjan júní og um miðjan desember. Skilafrestur greina er 1. apríl fyrir vorheftið og 1. október fyrir haustheftið. Sniðmát fyrir greinar má finna hér.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hefur umsjón með útgáfuferli tímaritsins.

Stefna um opinn aðgang

Veftímaritið er í opnum aðgangi og er efni þess til frjálsrar dreifingar án endurgjalds fyrir notendur og stofnanir. Notendum er heimilt að lesa, upphlaða, afrita, dreifa, prenta, leita í eða tengja við fullan texta greina sem birtast í veftímaritinu og án þess að afla sér fyrirfram heimildar frá útgefanda eða höfundi, en geta verður heimildar.