Sjávarútvegur og fiskveiðistjórnun: um hvað snúast lög um stjórn fiskveiða?

Höfundar

  • Lúðvík Elíasson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.2.4

Lykilorð:

Eignarréttur, endurnýjanlegar auðlindir, fiskveiðar, framseljanlegir kvótar, fiskveiðistjórnun.

Útdráttur

Undanfarin misseri hafa komið fram nokkur frumvörp til laga um stjórn fiskveiða. Þessi frumvörp eiga það öll sammerkt að í orði kveðnu snúast þau um fiskveiðistjórnun. Þegar betur er að gáð eiga þau það þó flest sameiginlegt með gildandi lögum um stjórn fiskveiða að taka aðeins að hluta til á þeim markaðsbrestum sem fylgja nýtingu auðlinda sjávar en samhliða er reynt að leysa fjölda annarra ótengdra mála með reglum um fiskveiðar. Hér verður farið yfir helstu markaðsbresti sem fylgja fiskveiðum og rýnt í hvernig tekið er á þeim í gildandi lögum og nýjasta frumvarpi til laga um fiskveiðistjórnun. Þá eru ýmis ákvæði laganna er lúta að tekjudreifingu og byggðamálum skoðuð og því velt upp hvort ekki megi ná markmiðum þeirra á skilvirkari hátt en með kvöðum á sjávarútveg.

Um höfund (biography)

  • Lúðvík Elíasson
    Seðlabanki Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.12.2012

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar (sérhefti)