Áhrif fiskveiðistjórnunar á virðiskeðju íslensks bolfisks

Höfundar

  • Ögmundur Knútsson
  • Daði Már Kristófersson
  • Helgi Gestsson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.2.1

Lykilorð:

Virðiskeðja, hagnaður, botnfiskveiðar, fiskveiðistjórnunarkefi, markaðs kerfi.

Útdráttur

Íslenskur sjávarútvegur hefur nokkra sérstöðu samanborið við sjávarútveg nágrannaþjóðanna hvað varðar arðsemi. Margir hafa bent á að fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hefur áhrif á rekstrarhegðun útgerðarfyrirtækja og þar með afkomu þeirra. Afar mikilvægt er, þegar hugað er að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, að fyrir liggi hvað það er sem leitt hefur til góðrar afkomu í íslenskum sjávarútvegi. Mikilvægt er að breytingar á kerfinu tryggi áframhald þessarrar miklu verðmætasköpunar. Fyrri rannsóknir höfunda hafa bent til þess að þeir þrír ytri þættir sem hafa haft hvað mest áhrif á árangur virðiskeðjunnar hérlendis séu afnám útflutningshindrana, fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnun fiskmarkaða á Íslandi. Niðurstöður rannsókna benda til þessa að fiskveiðistjórnarkerfið auki skilvirkni virðiskeðjunnar með því að draga úr sóknarkostnaði, auka sérhæfingu í veiðum, skapi hvata til að auka verðmæti afla og tryggi stöðugleika framboðs hráefnis. Í þessari grein verða áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja könnuð með tvennum hætti. Annars vegar er með djúpviðtölum við stjórnendur í sjávarútvegi könnuð sýn greinarinnar á þátt fiskveiðistjórnunarkerfisins á þróun virðiskeðju sjávarútvegs . Hins vegar eru gögn um afkomu greind og borin saman við sambærileg gögn frá Noregi í þeim tilgangi að meta hvers vegna þróun hér varð önnur en þar og draga fram hugsanlegar ástæður þess.

Um höfund (biographies)

  • Ögmundur Knútsson
    Háskólinn á Akureyri
  • Daði Már Kristófersson
    Háskóli Íslands
  • Helgi Gestsson
    Háskólinn á Akureyri

Niðurhal

Útgefið

15.12.2012

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar (sérhefti)